flugfréttir
Gruna að vélin hafi flogið undir radar til Afghanistan
- Malasísk stjórnvöld vilja rannsaka bækistöðvar Talíbana
Rannsóknaraðilar telja að vélinni hafi verið flogið undir radar / Tölvugerð mynd
Sérfræðingar sem rannsaka hvarf malasísku farþegaþotunnar telja mögulegt að vélinni hafi verið flogið undir radar í aðeins 5.000 feta hæð með sérstakri aðferð sem kallast "terrain masking" sem flugherinn notast við meðal annars.
Í fréttum The Sydney Morning Herald kemur fram að ef vélinni var flogið undir radar hefði hún léttilega getað
flogið yfir einhver lönd án þess að koma fram á radar en sérfræðingar segja að hættulegt getur verið að fljúga
stórri farþegaþotu með þeim hætti.
Samkvæmt fréttum breska dagblaðsins The Independent hafa malasísk stjórnvöld farið fram á að fá leyfi
til að rannsaka þá kenningu hvort vélinni hafi verið flogið undir radar til Afghanstan á bækistöðvar Talíbana við
landamærin við norðurhluta Pakistan.
Þessar grunsemdir hafa vaknað eftir að í ljós kom að möguleiki sé á því að vélin hafi sent frá sér merki til gervitungls af jörðu niðri sem þýðir að hún hafi ekki endilega verið á flugi þegar gervihnötturinn Inmarsat-3 greindi merki frá vélinni tæpum 7 klukktímum eftir að hún hvarf.
Malasísk yfirvöld hafa sagt að þau ætli ekki að gefa neitt eftir og jafnmikið verður einblínt á nyrðri leitarbogann, sem nær
alla leið frá Kazakhstan til Taílands, og syðri bogann sem nær frá Indónesíu og lengst suður í Indlandshaf. Á þessum tveimur
svæðum var malasíska vélin seinast er gervitungl greindi merki frá vélinni.
Sumir sérfræðingar telja líklegra að vélinni hefði verið flogið norður til landa með spillt stjórnarfar, öfgahópa og afskekt landsvæði en á meðan eru aðrir sem halda því fram að vélinni hafi frekar verið flogið suður í átt að Ástralíu.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.