flugfréttir
Leitin hafin að svarta kassanum
- Byrjað að leita með Towed Pinger Locator búnaðinum

Towed Pinger Locator látinn síga ofan í sjóinn
Leit hófst í nótt að svarta kassa malasísku farþegaþotunnar með Towed Pinger Locator sem er sérhæfður skynjarabúnaður sem greinir bylgjur frá flugritanum ef flak vélarinnar er á því svæði sem leitað er á.
Angus Houston, aðgerðarstjóri sem stýrir samhæfingarmiðstöð leitarinnar í Perth, segir að nú sé verið að nota hæsta spilið á hendi
sem gefur mestu líkurnar en breska herskipið HMS Echo hóf einnig leit af svarta kassanum í nótt með sambærilega leitareiginleika.
Bæði skipin munu í dag ná að kemba svæði sem er um 240 kílómetrar á lengd sem gefur mestu líkurnar á þessu síðustu
dögum sem svarti kassinn sendir frá sér bylgjur en næstkomandi mánudag (7. apríl) er gert ráð fyrir að rafhlöðurnar í sívalningslaga hylkinu sem sendir frá sér merki, verði búnar.
"Að leita með þessum hætti með þessum búnaði er mjög tímafrekt ferli þar sem skipin draga tækin á aðeins 5 kílómetra hraða
en þar sem búnaðurinn reiðir sig ekki á dagsbirtu þá er hægt að leita með Towed Pinger Locator allan sólarhringinn", segir
Mark Matthews sem stjórnar aðgerðunum með búnaðinum sem er í eigu bandaríska hersins.
"Þetta mun taka smá tíma", bætir hann við og segir að kafbátavélmennið Bluefin-21 verði aðeins notað ef Towed Pinger Locator
nemur einhver merki frá svarta kassanum.
Í dag eru fjórtán flugvélar og þar af 10 herflugvélar við leit auk níu skipa og hefur verið hið besta veður á leitarsvæðinu.
Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram í nokkra daga og engin ný brök eða hlutir hafa sést í sjónum
sem taldir eru tilheyra flugvélinni og er einungis leitað á tilteknu svæði eftir útreikningi frá gervitungli.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.