flugfréttir
Fjórar vikur frá því malasíska farþegaþotan hvarf

Ljósmynd tekin úr ástralska herskipinu HMAS Toowoomba sem er á leiðinni á leitarsvæðið
Fjórar vikur eru í dag síðan að malasíska farþegaþotan hvarf af radar og verður í dag leitað bæði úr lofti, á sjó og neðansjávar.
Klukkan er virkilega farin að tifa er kemur að líftíma rafhlaðanna í svörtu kössum vélarinnar ef þær hafa þann
endingartíma sem vonast er til en í dag munu 15 flugvélar og þarf af ellefu herflugvélar leita úr lofti
auk þess sem ellefu skip munu leita á sjó.
Breska herskipið HMS Echo og ástralska skipið Ocean Shield hafa leitað
með sérhæfðum búnaði niður á allt að 4.000 metra dýpi.
"Það besta sem við getum gert núna er að leita með þessum búnaði á þessari staðsetningu - þangað til við höfum
engar haldbærar vísbendingar þá er þetta allt happ og glapp", segir Mark Matthews, yfirmaður hjá bandaríska sjóhernum.
Ýmisleg atriði gera leitina þó erifða þegar kemur að því að finna flugritann og hljóðritann þar sem sjávarspendýr á borð
við hvali gefa frá sér hljóð sem trufla Towed Pinger Locator búnaðinn við að hlusta eftir hljóðbylgjunum frá svörtu kössunum.
Leitin að vélinni er nú orðin dýrasta leit sem gerð hefur verið að flugvél en kostnaðurinn við leitina er komin
í 5,6 milljarða króna.
Kostnaðarsamasti útgjaldarliðurinn er leitaraðgerðir með skipum, flugvélum auk starfsemi
með gervitunglum. Kostnaðurinn við leit með Towed Pinger Locator búnaðinum nemur rúmum 400 milljónum króna.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.