flugfréttir
"Ef þeir greindu rétt merki þá er það frá svarta kassanum"
- "Þessi tíðni var valin til að tryggja tærar hljóðbylgjur frá svörtu kössunum"

Ekki hefur verið staðfest hvort að púlsmerki, sem kínverskt skip náði að greina í dag, sé frá svörtu kössunum
Ekki ber séfræðingum saman um hvort að púlsmerkið, sem kínverska skipið Haixun 01 náði að greina með búnaði sínu á leitarsvæðinu í dag, sé frá svarta kassa malasísku farþegaþotunnar eða hvort um sé að ræða villandi hljóð frá t.a.m. sjávarspendýrum á borð við höfrunga eða hvali.
Charitha Pattiaratchi, prófessor í haffræðum við háskólann í Western Australia, segir að púlsmerkið geti aðeins
komið frá einhverskonar tæki sem maðurinn hefur framleitt.
"Rigning gefur frá sér merki á annarri bylgjutíðni, hvalir gefa frá sér merki á enn annarri tíðni -
Ástæðan að svarti kassinn er stilltur á þessa tíðni er til að auðvelda að hægt sé að nema hljóðmerkin sem koma
frá honum sem geta borist langa vegalengd".
"Ef þeir hafa náð að greina merki á þessari tíðni þá er þetta sennilega að koma frá svarta kassanum", segir Parriaratchi.
Anish Patel, hjá fyrirtækinu Dukane Seacom, sagði í viðtali við CNN að þessi tíðni sé frátekin fyrir hljóðbylgjur
frá svörtu kössunum til að fá sem bestu skilyrði án þess að bylgjurnar myndu verða fyrir truflandi áhrifum
frá öðrum hljóðbylgjum í sjónum. Anish tók einnig fram að það væri undarlegt að aðeins hafi komið eitt merki
en ekki taktfast hljóðmerki á sekúndufresti eins og kemur frá neyðarsendunum.
David Johnston, varnarmálaráðherra Ástralíu, sagði að þessum tíðindum ætti að taka með mikillri varúð í kjölfar
margra vísbendingar sem hafi gefið falskar vonir sem hefur valdið mikillri tilfinningaflækju fyrir aðstandendur og fjölskyldur
þeirra sem voru um borð í vélinni.
"Ég hef ekki náð að komast til botns í þessu en ég get sagt að þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höfum haft eitthvað
í höndunum sem hefur valdið okkur miklum vonbrigðum", sagði Johnson í viðtali við ABC24


5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.