flugfréttir
Hljóðmerki myndi minnka leitarsvæðið í 10 ferkílómetra

Ekki hefur verið staðfest hvort að púlsmerkið sem kínverska skipið greindi í gær sé frá svörtu kössunum
Ef unnt verður að sanna að hljóðið sem kínverska skipið Haixun 01 greindi í gær sé frá svörtu kössum malasísku farþegaþotunnar mun það þrengja leitarsvæðið niður í 10 ferkílómetra.
Þetta segir William Waldock, sérfræðingur við björgun og leit sem kennir flugslysarannsóknir
við Embry-Riddle flugskólann í Arizona.
"Það heyrast ýmislegt hljóð, smellir og suð í sjónum en 37,5 kHz tíðnin var valin fyrir neyðarsendana
á svörtu kössunum til að koma í veg fyrir rugling frá öðrum hljóðum", segir Waldock sem
tekur fram að möguleiki sé á því að þetta hafi verið hljóð frá kjarnorkukafbátinum sem var
á svipuðu svæði.
Ef í ljós kemur að þetta var hljóðið frá svörtu kössunum þá verður kafbátavélmenni sent niður í sjóinn
til að staðsetja flakið.
John Goglia, fyrrum stjórnarmeðlimur samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) sagði
að þetta væri "spennandi" en tók það einnig fram að það eru mörg hljóð sem heyrst í undirdjúpunum.
Yfirvöld segja að hljóðið sé í samræmi við þær hljóðbylgjur sem koma frá svörtu kössunum og
mun leitin núna einblína á það að komast að því hvort það sé rétt.
Einnig fundust í gær yfir 20 hlutir á sjónum í um 90 kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem kínverska
skipið greindi hljóðmerkið.
Alls munu 12 flugvélar, þar af 10 herflugvélar og þrettán skip taka þátt í leitinni á sunnudag sem mun
fara fram á þremur mismunandi leitarsvæðum sem eru til samans 216 þúsund ferkílómetrar.


4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.