flugfréttir
Upplýsingar úr hljóðrita júmbó-vélar Malaysia glötuðust árið 2012
- AAIB birti skýrslu vegna málsins í dag í skugga flugs MH370

Vélin sem á í hlut (9M-MPL) í lendingu á Heathrow þann 13. ágúst 2012 - Fjórum dögum fyrir atvikið
Á meðan leitin að hljóðmerkjum frá svarta kassa malasísku farþegaþotunnar stendur sem hæðst þá hefur rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi (AAIB) lýst yfir áhyggjum sínum vegna atviks sem átti sér stað er júmbó-þota frá sama flugfélagi þurfi að snúa við til Heathrow fyrir tveimur árum síðan en í ljós kom að allar upplýsingar úr hljóðrita vélarinnar höfðu glatast.
AAIB segir að um sé að ræða Boeing 747-400 vél Malaysia Airlines sem fór í loftið frá Heathrow-flugvelli þann 17. ágúst árið 2012
en þegar vélin var komin í 19.000 fet á leið til Kuala Lumpur kom upp mikill víbringur frá einum af fjórum hreyflum vélarinnar og tilkynnti
áhöfn um að eldglæringar hefðu komið frá hreyfli nr.2.
Vélinni var snúið við til Heathrow-flugvallar en í aðfluginu að 9R brautinni sló út sjálfstýringu vélarinnar og "autothrottle" ásamt því sem að allir leiðsöguskjáirnir sex um borð í stjórnklefanum slóu út og í kjölfarið komu mörg viðvörunarljós fram en vélin lenti giftusamlega skömmu síðar.
Í skýrslu sem AAIB birti í dag kemur fram að orsökin er talin vera vegna alvarlegrar bilunar sem kom upp
í rafkerfi vélarinnar en þegar rannsóknin hófst á sínum tíma kom í ljós að upplýsingar úr hljóðrita vélarinnar voru glataðar.
Hljóðritinn, sem geymir samtöl flugmannana, á að geyma síðustu tvær klukkustundirnar af samtölunum en í þetta
skiptið hafði hljóðritinn haldið áfram að taka upp eftir að vélin lenti og tekið yfir þann hluta sem var mikilvægur fyrir
rannsóknarnefndina.
AAIB segir að vinnubrögð flugfélagsins um varðveislu á upplýsingum úr hljóðritum væru ábótavant þar sem
hljóðritinn átti ekki að halda áfram og yfirrita yfir nauðsynlegar upplýsingar.
Hinsvegar ef svörtu kassar malasísku farþegaþotunnar finnast þá er sagt ósennilegt að hljóðritinn hafi að geyma þær upplýsingar sem eru nauðsynlegastar þar sem talið er að vélin hafi flogið í sex klukkustundir eftir að hún hvarf af radar.
Því hafa sérfræðingar efast um að hægt sé að vita hvað gekk á frá því flugmenn vélarinnar buðu góða nótt skömmu áður en hún hvarf.


22. desember 2018
|
Tveir hafa verið handteknir í Bretlandi í tengslum við drónaárás á Gatwick-flugvöll sem opnaði að nýju í gær eftir að hafa verið lokaður í einn og hálfan sólarhring frá því á miðvikudagskvöldið.

9. febrúar 2019
|
Stjórnvöld í Rússlandi segjast vera tilbúin til þess að ræða við yfirvöld í Hollandi vegna flugs malasísku farþegaþotunnar, flug MH17, sem var skotin niður yfir Úkraínu fyrir fimm árum síðan, í júlí

29. desember 2018
|
Bandaríska flugfélagið California Pacific Airlines hefur fellt niður allt áætlunarflug í janúar eftir áramót vegna skorts á flugmönnum.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.