flugfréttir
Upplýsingar úr hljóðrita júmbó-vélar Malaysia glötuðust árið 2012
- AAIB birti skýrslu vegna málsins í dag í skugga flugs MH370
Vélin sem á í hlut (9M-MPL) í lendingu á Heathrow þann 13. ágúst 2012 - Fjórum dögum fyrir atvikið
Á meðan leitin að hljóðmerkjum frá svarta kassa malasísku farþegaþotunnar stendur sem hæðst þá hefur rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi (AAIB) lýst yfir áhyggjum sínum vegna atviks sem átti sér stað er júmbó-þota frá sama flugfélagi þurfi að snúa við til Heathrow fyrir tveimur árum síðan en í ljós kom að allar upplýsingar úr hljóðrita vélarinnar höfðu glatast.
AAIB segir að um sé að ræða Boeing 747-400 vél Malaysia Airlines sem fór í loftið frá Heathrow-flugvelli þann 17. ágúst árið 2012
en þegar vélin var komin í 19.000 fet á leið til Kuala Lumpur kom upp mikill víbringur frá einum af fjórum hreyflum vélarinnar og tilkynnti
áhöfn um að eldglæringar hefðu komið frá hreyfli nr.2.
Vélinni var snúið við til Heathrow-flugvallar en í aðfluginu að 9R brautinni sló út sjálfstýringu vélarinnar og "autothrottle" ásamt því sem að allir leiðsöguskjáirnir sex um borð í stjórnklefanum slóu út og í kjölfarið komu mörg viðvörunarljós fram en vélin lenti giftusamlega skömmu síðar.
Í skýrslu sem AAIB birti í dag kemur fram að orsökin er talin vera vegna alvarlegrar bilunar sem kom upp
í rafkerfi vélarinnar en þegar rannsóknin hófst á sínum tíma kom í ljós að upplýsingar úr hljóðrita vélarinnar voru glataðar.
Hljóðritinn, sem geymir samtöl flugmannana, á að geyma síðustu tvær klukkustundirnar af samtölunum en í þetta
skiptið hafði hljóðritinn haldið áfram að taka upp eftir að vélin lenti og tekið yfir þann hluta sem var mikilvægur fyrir
rannsóknarnefndina.
AAIB segir að vinnubrögð flugfélagsins um varðveislu á upplýsingum úr hljóðritum væru ábótavant þar sem
hljóðritinn átti ekki að halda áfram og yfirrita yfir nauðsynlegar upplýsingar.
Hinsvegar ef svörtu kassar malasísku farþegaþotunnar finnast þá er sagt ósennilegt að hljóðritinn hafi að geyma þær upplýsingar sem eru nauðsynlegastar þar sem talið er að vélin hafi flogið í sex klukkustundir eftir að hún hvarf af radar.
Því hafa sérfræðingar efast um að hægt sé að vita hvað gekk á frá því flugmenn vélarinnar buðu góða nótt skömmu áður en hún hvarf.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.