flugfréttir
Ríkisstjórn Malaysíu skellur sökinni á herinn og flugmálayfirvöld
- Malasíski herinn hefði getað komið í veg fyrir að leit stóð yfir á röngum stað

Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra og forsetisráðherra Malaysíu á blaðamannafundi
Yfirvöld í Malaysíu hafa farið fram á að fá svör við því hversvegna flugmálayfirvöld og herinn í landinu tilkynnti ekki strax í upphafi um að malasíska farþegaþotan hefði sést á radar hjá flughernum sem olli því að í heila viku stóð leit yfir á röngum stað í Suður-Kínahafi og í Taílands-flóa.
Öldungardeildarþingmaður í Malaysíu sagði í viðtali við Reuters að um sé að ræða vandamál milli ríkisstjórnarinnar
og her landsins en mjög undarlegt hafi verið að engin tilkynnti að vélin hefði horfið fyrr en hálftíma eftir að vélin hvarf.
Óttast var um að vélin hefði farist yfir Taílands-flóa í upphafi en það var ekki fyrr en löngu eftir á að malasíski herinn segist
hafa skoðað upplýsingar á ratsjá og séð að óþekkt flugvél hefði flogið óáreitt til vesturs yfir Malaysíu-skagann.
Flugumferðarstjórar tilkynntu malasíska hernum klukkan 2:00 að vélin hefði horfið af radar klukkan 1:22 en samkvæmt
reglugerð á að tilkynna slíkt ekki síðar en 15 mínútum eftir að vélin hverfur.
Yfirmaður malasíska flughersins sagði að orrustuþotur hefðu verið tiltækar bæði á herstöð nálægt Penang og einnig
á austurströnd Malaysíu-skagans en þær voru ekki ræstar út þar sem atvikið var ekki talið "alvarlegt".
Viðtöl sem hafa farið fram þar sem rætt hefur verið við yfirmenn flughersins og flugmálayfirvalda hafa leitt í ljós
að bæði flugumferðarstjórar og flugherinn töldu að vélin hefði verið að snúa við til Kuala Lumpur vegna bilunar.
Malasíski herinn sagði að þeir hefðu ekki viljað gefa þessa upplýsingar frá sér fyrr en búið væri að ganga úr skugga
um að þetta hefði verið malasíska farþegaþotan sem var þar á ferð. Yfirmaður hersins í Malaysíu, Rodzali Daud, segir
að hann hefði farið til herstöðvarinnar í Penang þann 9. mars þar sem slóð vélarinnar var rakin á ratsjá.
Einn aðili innan hersins sagði við Reuters nefndi að ástæða þess að þessar upplýsingar bárust svona seint
gæti hafa verið þar sem einhverjir innan hersins höfðu áhyggjur að þeir gætu misst vinnuna sína.
Þetta atvik hefur einnig valdið spennu milli malasísku ríkisstjórnarinnar og flugfélagsins Malaysia Airlines en
Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra landsins, sagði að flugfélagið yrði á einhverjum tímapunkti
að svara fyrir þau mistök sem félagið hefur gert varðandi aðstandendur og ættingja þeirra farþega
sem voru um borð í vélinni.


30. desember 2018
|
Pakistan International Airlines (PIA), ríkisflugfélag Pakistans, hefur sagt upp 50 starfsmönnum eftir að í ljós hefur komið að starfsfólkið falsaði gögn í starfsumsókn sinni og þar á meðal hefur nok

16. janúar 2019
|
Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

16. febrúar 2019
|
Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.