flugfréttir
Bluefin-21 snéri við upp á yfirborðið eftir 6 tíma vegna dýpis
- Sjálvirka kafbátavélmennið er tvær klukkustundir að fara niður á hafsbotn

Bluefin-21 kom upp á yfirborðið eftir 6 klukkustunda leit í dag en snéri við þar sem dýpt hafsins var orðin of mikil
Sjálvirka kafbátavélmennið Bluefin-21 hefur hafið leit af malasísku farþegaþotunni í sjónum í Suður-Indlandshafi með því að skanna hafsbotninn í von um að rekast á flak vélarinnar en sú leit mun verða hægvirkt og tímafrekt ferli.
Bluefin-21 var ýtt úr vör frá borði úr ástralska skipinu Ocean Shield í gær en
fyrsta leitarferðin gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig þar sem Bluefin-21 kom aftur upp á yfirborðið eftir sex klukkustunda
neðansjávarleit þar sem kafbátarvélmennið hafði náð þeirri hámarksdýpt sem búnaðurinn þolir sem eru 4.500 metrar
en fyrsta leitarferðin átti að vara í 16 klukkustundir.
Tvær klukkustundir tekur fyrir Bluefin-21 að fara niður á hafsbotninn
Sérstakur öryggisbúnaður á Bluefin-21 sá til þess að kafbátavélmennið færi ekki dýpra og snéri það því við
aftur í átt að skipinu en verið er að fara yfir þær upplýsingar sem söfnuðust á þessum sex tímum
Kafbátavélmennið er útbúið sónarbúnaði sem býr til þrívíddarmyndir af umhverfinu á hafsbotni og má á þeim greina umhverfið á hafsbotni.
Það tekur Bluefin-21 tvær klukkustundir að fara niður að hafsbotninum og getur kafbáturinn leitað í 16 tíma í hvert skipti
áður en það snýr við aftur upp á yfirborðið eftir að hafa skannað 40 ferkílómetra svæði á sólarhring með sónarbúnaði
eftir fyrirframákveðnu ferli.
Ef kafbátavélmennið rekst á flak vélarinnar á hafsbotni verður vélmennið endurforritað til að ná betri mynd af
aðstæðunum og verður sónarbúnaðinum þá skipt út fyrir myndavélabúnað ef svo ber undir.
Bluefin-21 mun fara í sína næstu neðansjávarferð í dag ef veðuraðstæður leyfa en spáð er einhverju þrumuverði, úrkomu og mikillri ölduhæð
á leitarsvæðinu í dag.
Angus Houston, sá sem stýrir leitaraðgerðunum frá samhæfingarmiðstöðinni, varar við því að möguleiki sé
á því að leitin gæti skilað engum árangri.
Leitarsvæðið gæti verið of djúpt fyrir Bluefin-21
Áströlsk yfirvöld sögði í gær, eftir að sjálvirka kafbátavélmennið snéri við vegna dýpis, að mögulega væri sjórinn á þessu svæði of djúpur fyrir sjálfvirka kafbátaleit.
Vitað var að ef flak vélarinnar væri á hafsbotninum á þessu svæði að þá væri það alveg á þeim mörkum sem Bluefin-21 þolir þar sem þrýstingurinn er orðin of mikill
Hinsvegar samkvæmt fréttum Sydney Morning Hearld sagði Mark Mathews, sjóliðsforinginn sem stjórnar leitinni um borð í Ocean Shieald, að svæðið þar sem verið er að nota Bluefin-21 ætti að vera hentug dýpi þar sem kort sýna að dýpt hafsins á svæðinu sé 4.400 metrar.
Í dag hafa níu herflugvélar, tvær einkaþotur og 14 skip verðir við leit á svæðinu og er þetta 39. dagurinn sem leit
stendur yfir eftir að malasíska farþegaþotan hvarf af radar þann 8. mars.


4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.