flugfréttir

Rannsakað verður hvort að malasíska vélin hafi náð að lenda einhvers staðar

- Samsæriskenningar á Netinu verða sennilega teknar fyrir

24. apríl 2014

|

Frétt skrifuð kl. 19:50

Rannsóknarnefndin hefur farið í gegnum aragrúa af upplýsingum þar sem hvert einasta atriði og atburðarrás hefur verið tekin fyrir en án árangurs

Alþjóðlegur rannsóknarhópur (ITT - International Investigation Team), sem rannsakar hvarf malasísku farþegaþotunnar, hefur nú sagt að verið sé að skoða þann möguleika hvort að vélin hafi ekki farist í Suður-Indlandshafi og þess í stað verður einblínt á þann möguleika á að henni hafi verið lent á einhverjum leynilegum stað í samræmi við margar samsæriskenningar sem hafa verið í gangi.

"Möguleiki er að vélin hafi náð að lenda einhversstaðar ef neðansjávarleitin mun ekki bera neinn árangur þegar henni lýkur og einnig í ljósi þess að enn hefur ekki fundist eitt einasta brak úr vélinni", segir einn rannsóknaraðilinn í viðtali við malasíska fréttamiðilinn The Strait Timess.

"Samt sem áður er erfitt að gera sér í hugarlund að eitthvað eitt tiltekið land sé með vélina í felum þar sem yfir 20 þjóðir hafa tekið þátt í leitinni".

Rannsóknarhópurinn hefur ekki myndað sér skoðun um í hvaða landi vélin hafi lent en eins og staðan er nú er erfitt að fullyrða að vélin hafi farið í sjóinn. Hópurinn segir að brátt verði öll spilin stokkuð upp á nýtt og verða þá teknar fyrir allar þær kenningar sem hafa verið á kreiki um að vélin lenti einhversstaðar og verði þá hætt að einblína á þann eina möguleika sem allt hefur snúist um hingað til. sem er að vélin hafi farist yfir Indalnshafi, vestur af Ástralíu.

Gæti verið að kenningin, um að vélin hafi hrapað í sjóinn, verði fleygt til hliðar um sinn

Sá rannsóknaraðili, sem ræddi við New Strait Times, sagði að þrátt fyrir allar upplýsingarnar frá gervitunglum, útreikningum og hljóðbylgjum sem greindust í sjónum, sem talið var koma frá svörtu kössunum, þá gæti farið svo að öllum kenningum um að vélin hafi farist í sjóinn, verði fleygt til hliðar þar sem engar vísbendingar hafi komið fram sem hafi skilað árangri.

Nokkrar vikur er síðan að rússneska leyniþjónustan sagði að vélin hafi lent í eyðimörk í Afghanistan og allir sem voru um borð séu á lífi og einnig hafa augu margra beinst að bandarísku herstöðinni Diego Garcia í Indlandshafi.

Rannsóknarnefndin hefur tekið fyrir flestar aðstæður og tilgátur

Rannsóknarnefndin, sem staðsett er í Kuala Lumpur hefur unnið í samstarfi við aðila frá bandarískum flugmálayfirvöld (FAA) og samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) að rannsókninni ásamt sérfræðingum frá mörgum þjóðum.

Rannsóknarhópurinn hefur farið í gegnum aragrúa af upplýsingum, kenningum, kortum og gögnum frá gervihnöttum, útreikningum og fjölda upplýsinga og rannsóknarskýrslum um bakgrunn þeirra farþega og áhafnarmeðlima sem voru um borð. Einnig hafa færustu flugvélaséfræðingar og starfsmenn Boeing og Rolls-Royce verið fengnir til í þeim tilgangi að átta sig á því hvort orsök hvarfsins sé hægt að rekja til tæknilegrar bilunnar af einhverju tagi.

Allar kenningar hafa verið teknar upp á borðið og því næst hefur verið unnið út frá því að gera sér í hugalund hver orsökin hefði verið er hinar og þessar aðstæður hefðu komið upp á en hver einasta tilgáta sem hefur verið tekin fyrir hefur vakið upp margar spurningar um þá keðjuverkun sem hefði farið í gang hverju sinni sem hefur leitt rannsóknaraðila inn blindgötur.

Eina sem er vitað með vissu er að um er að ræða eitt dularfyllsta hvarf í nútíma farþegaflugi, dýrustu leitaraðgerðir sem farið hafa fram og dýpstu neðansjávarleit sem framkvæmd hefur verið.

Myndband:







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga