flugfréttir

Frumskýrsla um hvarf flugs MH370 birt opinberlega

- 4 klukkustundir liðu frá því vélin hvarf og þar til leit hófst að vélinni

1. maí 2014

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Yfirvöld í Malaysíu birtu í dag 5 blaðsíðna frumskýrslu um hvarf vélarinnar

Yfirvöld í Malaysíu birtu í dag loksins þá skýrslu sem beðið hefur verið eftir um hvarf malasísku farþegaþotunnar, sem leitað hefur verið að í tæpar 8 vikur.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að malasísk stjórnvöld var ekki tikynnt um hvarfið fyrr en 17 mínútum eftir að vélin hvarf af ratsjá hjá flugumfeðrarstjórum og 4 klukkustundir liðu þar til leit hófst að vélinni.

Skýrslan, sem dagsett er þann 9. apríl, er aðeins 5 blaðsíður og inniheldur að mestu upplýsingar um hvarfið sem áður hafa komið fram.

Fyrsta blaðsíða skýrslunar inniheldur grunnupplýsingar um vélina (9M-MRO) ásamt tækniupplýsingum, dagsetningum og fjölda farþega og áhafnarmeðlima.

Blaðsíða nr. 2 segir frá hvaða hópar og frá hvaða stofnunum hafa komið að rannsókninni, bls. 3 rekur atburðarásina, fjórða blaðsíðan segir frá þeirri leit sem hefur farið fram og fimmta blaðsíðan inniheldur ábendingar um öryggisþætti sem flugmálayfirvöld í heiminum ættu að skoða og yfirfara betur.

"Það hafa nú átt sér stað tvö atvik sl. 5 ár þar sem stór farþegaþota hefur horfið og ekki hefur verið vitað um seinustu staðsetningu sem hefur orsakað viðamiklaleit", kemur fram í skýrslunni og er vitnað í flug MH370 og Air France flugslyssins árið 2009.

Upptaka birt af samtölum milli flugmanna og flugumferðarstjórnar og listi yfir frakt um borð

Þá voru einnig gerð opinber í fyrsta sinn upptaka af samtali milli flugmannana tveggja, Zaharie Ahmad Shah og Fariq Abdul Hamid, við flugumferðarstjórn og má hlusta á samtölin sem áttu sér stað að síðustu orðasamskiptunum áður en vélin hvarf.

Myndband:



Einnig var birtur listi yfir þá frakt sem var um borð í vélinni en meðal þess varnings sem vélin var að flytja var mikið magn af mangósteinum og lithium-ion rafhlöðum sem vöktu upp spurningar fyrir nokkrum vikum síðan um hvort að rafhlöðurnar hefðu ollið eldsvoða sem kynni að hafa grandað vélinni.

Hinsvegar kom í ljós að farmbréfin fyrir rafhlöðunum fengu stimpil með vottun um að gengið hafi verið frá þeim í samræmi við reglugerðir frá Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA).

Þá hefur flugfélagið Malaysia Airlines sagt að stuðningsaðstaða á hótelum verði brátt lokað en þar hafa ættingjar og aðstandendur fengið fría gistingu á kostnað flugfélagsins og einnig hafa þeir þar hisst til að fá upplýsingar um hvarf vélarinnar og hlýtt á blaðamannafundi.

Skýrslan í heild sinni















  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga