flugfréttir
Leitin að malasísku vélinni hafin að nýju eftir stutt hlé
- Bilun í kafbátavélmenninu Bluefin-21 gæti tafið leit um fjóra daga

Leit hófst að nýju í gær með sjálfvirka kafbátarvélmenninu Bluefin-21 í gær
Tæknilegir örðugleikar hafa valdið töfum á áframhaldandi leit af malasísku farþegaþotunni sem hófst að nýju í Suður-Indlandshafi í gær.
Ástralska skipið Ocean Shield er mætt aftur út á Suður-Indlandshaf til að halda áfram að leita að vélinni með
sjálfvirka kafbátavélmenninu Bluefin-21 en skipið hefur sl. daga verið í landi til að sækja vistir.
Skipið kom á leitarsvæðið í gær en Bluefin-21 kom aftur upp á yfirborðið eftir aðeins 2 tíma í sjónum eftir að bilun kom upp en undir venjulegum kringumstæðum á kafbáturinn að vera í 16 klukkustundir við leit í hvert skipti áður en það snýr aftur upp á yfirborðið.
Leit mun halda áfram á hafsbotni á því svæði þar sem hljóðmerki greindust í sjónum sem talin eru hafa komið
frá svörtu kössum vélarinnar en yfirvöld í Ástralíu segjast vera frekar sannfærð um að verið sé að leita á réttu svæði
með tilliti til útreikninga sem gerðir voru út frá upplýsingum frá gervihnettinum Inmarsat-3.

Ástralska skipið Ocean Shield kom á leitarsvæðið í gær eftir að hafa sótt vistir til Ástralíu
Leit verður haldið áfram með Bluefin-21 þar til að búið verður að ganga frá samningum við einkaaðila sem verða fengnir til að
framkvæma leit með kafbátabúnaði sem getur kafað á meiri dýpi en 4.500 metra sem er mest dýpt sem Bluefin-21 getur náð við kortlagningu á hafsbotninum.
Á meðan hafa sérfræðingar farið aftur vandlega yfir öll gögn frá gervitunglum til að ganga úr skugga um að leit
hafi farið fram á réttu svæði.
Tæpar 10 vikur síðan að vélin hvarf
Á morgun verða komnar 10 vikur frá því að flug MH370 hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking og hefur
ekkert spurst til vélarinnar, ekkert brak fundist á reiki á sjó og engar sannanir hafa
enn komið fram um hvort að vélin hafi farist.

Fyrrverandi hershöfðinginn, Angus Houston, sem
stjórnar leitinni, var í ástralska hernum í 40 ár
Angus Houston mun stjórna leitaraðgerðum áfram frá samhæfingarmiðstöðinni í Perth en Houston
er fyrrverandi hershöfðingi og hermaður og hefur að baki 40 ára reynslu af hermennsku.
Ríkisstjórn Ástralíu bað Houston um að fara fyrir leitinni að vélinni eftir að augun beindust að Suður-Indlandshafi
og segir Houston að hann hefði ekki getað annað en að verða við þeirri bón - "Eftir allan þennan tíma í hernum
þá er það bara skyldan sem kallar", segir Houston sem tekur fram að það sé mikil ábyrgð að stjórna aðgerðinni.
"Ég vona að við finnum flugvélina og ég er nokkuð viss um að við getum það á endanum", segir Houston.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.