flugfréttir

Fyrsta bókin um flug MH370 er komin út

- Telur að flugvélin hafi verið óvart skotin niður á heræfingu sem stóð yfir

18. maí 2014

|

Frétt skrifuð kl. 12:50

Fyrsta bókin um hvarf flugs MH370 er komin í bókabúðir en bókin fjallar um þá kenningu að vélin hafi verið skotin niður óvart á heræfingu sem stóð yfir á þeim stað þar sem vélin hvarf.

Bókin, Flight MH370 The Mystery, veitir ekki svör við ráðgátunni en hún rennir stoðum undir þær kenningar að vélin hafi verið skotin niður fyrir slysni af af taílenska og bandaríska flughernum sem voru við heræfingar yfir Suður-Kínahafi og eftir það var leitinni beint í aðrar áttir til að sópa mistökunum undir teppið.

"Á tímum þar sem hægt er að rekja stolinn farsíma hvar sem hann er niðurkomin á jörðunni þá er ekki hægt að finna týnda farþegaþotu með 227 farþegum innanborðs", segir í bókinni.

Fyrsta bókin um flug MH370 kemur út á morgun,
10 vikum eftir að vélin hvarf

Það er rithöfundurinn Nigel Cawthorne sem skrifaði bókina en hann telur næsta víst að aðstandendur og fjölskyldur muni aldrei komast að því hvað í raun og veru gerðist. "Létust farþegarnir án þess að kveljast og vissu aldrei hver örlög þeirra voru eða dóu þeir á kvalafullan hátt í logandi flakinu er vélin fórst", spyr Cawthorne sig.

Ef svarti kassinn finnst gæti það verið annar svartur kassi sem búið er að koma fyrir í sjónum

Það sem vekur áhuga Cawthorne er heræfingin sem var í gangi yfir Suður-Kínahafi á sama tíma og malasíska vélin var á leið til Peking en á sama stað sagðist Mike McKay, starfsmaður á olíuborðpalli, hafa séð logandi fyrirbæri falla í sjóinn eins og kom fram í fréttum nokkrum dögum eftir að vélin hvarf.

"Enginn vill sjá annað Lockerbie-slys þannig að ef slíkt gerðist þá munu þeir sem bera ábyrgð á því vilja gera allt til að það spyrjist ekki út".

Cawthorne segir að stjórnvöld gætu gengið svo langt til að fela sannleikann að ef í ljós kæmi að svarti kassi vélarinnar myndi finnast í Suður-Inlandshafi þá trúi hann yfirvöldum til þess að koma öðrum svörtum kassa fyrir í sjónum til að fela sannleikann.

Margir segja að það sé allt of snemmt að gefa út bók um hvarfið. Rob Burrows og eiginkona hans voru um borð í malasísku vélinni en móðir hans, Irene Burrows, segir bókina alls ekki tímabæra.

"Enginn veit hvað gerðist með vélina og af hverju myndi einhver vilja gefa út bók á þessum tímapunkti", segir Irene. "Það eru akkurat engin svör, þetta er hræðilegt fyrir fjölskyldurnar. Það eru 10 vikur á morgun frá hvarfinu og það er ekkert vitað".

Flight MH370 The Mystery er ekki eina bókin um hvarf vélarinnar því bókaútgefandinn Penguin mun á næstunni gefa út sambærilega bók eftir rithöfundinn Christine Negroni sem gaf m.a. frá sér bókina Deadly Departure on TWA Flight 800 sem fjallaði um farþegaþotu sem fórst yfir Atlantshafi árið 1996 en 230 manns létu lífið í því slysi.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga