flugfréttir

MH370: Mjög umdeild gögn sem birt voru úr gervitunglinu í dag

- Segja að gögnin sanni að vélin hafi flogið til hins síðasta eldsneytisdropa

27. maí 2014

|

Frétt skrifuð kl. 22:42

Margir gagnrýna gervihnattargögnin sem voru birt í dag og segja einnig að margar upplýsingar vanti

Malasísk stjórnvöld, í samráði við breska gervihnattarfyrirtækið Inmarsat, birtu í fyrsta sinn í dag opinberlega óunnar upplýsingar frá gervihnettinum Inmarsat-3.

Þær upplýsingar voru notaðar í útreikninga sem gerðir voru sem sýndu fram á að malasíska farþegaþotan hafði flogið suður eftir Indlandshafi og farist vestur af ströndum Ástralíu.

Upplýsingarnar sem voru birtar í dag telja alls 47 blaðsíður en bæði fjölskyldur og aðstandendur þeirra sem voru um borð í vélinni og flugsérfræðingar segja að gögnin gefi ekki upp neinar nýjar upplýsingar um hvarf vélarinnar og segja margir að þær séu frekar ruglandi.

Stór hluti af gögnunum sína upplýsingar sem malasíska farþegaþotan gaf frá sér á meðan hún var enn á jörðu niðri á flugvellinum í Kuala Lumpur og ekki enn farin í loftið í hið örlagaríka flug.

Í gögnunum koma m.a. fram upplýsingar um þau svokölluðu "handshake" sem áttu sér stað er flugvélin og gervitunglið gáfu merki sín á milli sem staðfesti fjarsamband þeirra á milli. Þeir flugsérfræðingar, sem hafa lagst yfir gögnin segja að undarlegt sé að eitt af þeim "handshake" sem átti sér stað kl. 23:41 vanti í gögnin sem voru birt.

Skjáskot af hlut þeirra gervitunglaganga sem voru birtar í dag

Einnig er sagt að gögnin tilgreini ekki stöðu gervitunglsins yfir jörðu og fjarlægðina frá flugvélinni hverju sinni en þær upplýsingar eru mjög mikilvægar fyrir aðra sem ætla sér að spreyta sig á að reikna út leið vélarinnar.

Upplýsingar vantar í gögnin sem voru birt segja sérfræðingar

Tim Farrar, hjá fjarskiptafyrirtæki í Merlo Park í Kaliforníu, segir að þessar upplýsingar virðist renna stoðum undir þá útreikninga sem hafa verið gerðir. Margar samsæriskenningar hafa komið fram þar sem meðal annars hefur verið talið að malasísku farþegaþotunni hafi verið flogið til eyjunnar Diego Garcia en Farrar segir að þessar gervitunglaupplýsingar felli þá kenningu ef upplýsingarnar reynist réttar.

Richard Quest, fréttamaður á CNN, hefur meðal annars rætt um
gervihnatarupplýsingarnar í fréttum vestanhafs

Fjarskiptasérfræðingurinn Mischa Dohler segir að það sé enn mörgum spurningum ósvarað og enn séu margar upplýsingar sem ekki hafa verið birtar.

"Ég held að þessar upplýsingar muni ekki hjálpa neitt við að finna vélina. Það er mikilvægt að vélin finnst því annars vitum við aldrei hvað gerðist", segir Dohler.

Dohler segir einnig að Inmarsat verði að birta öll reikniritin og myndrænar upplýsingar svo aðrir óháðir aðilar geti reiknað út stöðu vélarinnar ef það var tilgangurinn með því að birta upplýsingarnar.

Aðstandendur gagnrýna birtingu gervitunglagagnanna

Aðstandendur og fjölskyldur sem áttu ættingja um borð gagnrýna birtingu á upplýsingunum og segja þær varpa engu ljósi á hvað gerðist þann 8. apríl. Fjölskyldur fara einnig fram á að fá allar upplýsingar um Boeing 777 vélina svo óháðir aðilar geti rýnt í þau gögn.

Wang Le, sem missti móður sína sem var um borð í vélinni, segist ekki geta séð hvaða tilgangi það á að þjóna að gera þessar upplýsingar opinberar þar sem um er að ræða of tæknilegar upplýsingar fyrir venjulegt fólk að skilja.

Steve Wang, sem átti ættingja um borð í vélinni, segir að nú krefjist fjölskyldur og aðstandendur að fá allar upplýsingarnar og líka þá útreikninga sem notaðir voru til að staðsetja farþegaþotuna og hvernig rannsóknarhópurinn fór að því að rekja för vélarinnar suður í Indlandshafi.

Sarah Bajc, unnusta Philip Wood, sem hefur mikið verið í viðtölum í fjölmiðlum eftir hvarf vélarinnar, segir að hún sé óánægð með að Inmarsat birti ekki allar upplýsingarnar ásamt þeirri aðferð sem var notuð sem sýndi fram á að vélin fórst í Indlandshafi.

Það þarf sérkunnáttu til að átta sig á upplýsingunum úr Inmarsat-3





Telja að eldsneytisskortur hafi ollið "síðasta merkinu"

Í fréttum The New York Times segir hinsvegar að upplýsingarnar renni enn frekari stoðum undir þá kenningu að vélin hafi farist í Suður-Indlandshafi og hafi hún flogið þar til eldsneyti vélarinnar var á þrotum.

Síðasta merkið ("handshake") sem kom frá vélinni kom ekki á venjulegum tíma eins og þau merki sem komu á klukkutíma fresti og er talið að um hafi verið að ræða það augnablik sem eldsneytið var að klárast sem olli truflun í rafkerfi vélarinnar sem sendi frá sér þetta síðasta merki til gervitunglsins ef marka má yfirlýsingu frá Samgönguöryggisnefnd Ástralíu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga