flugfréttir
Ekki einu sinni flugstjórar Emirates hafa kunnáttu til að láta Boeing 777 hverfa
- "Við erum með stærsta Boeing 777 flota heims og þess vegna verð ég að fá svör"

Tim Clark, forstjóri Emirates
Tim Clark, forstjóri Emirates segir að rannsóknin á hvarfi malasísku farþegaþotunnar sé mjög slök og sé ekki haldið rétt á spilunum varðandi leitina að vélinni.
"Við [Emirates] erum með stærsta flugflotann af Boeing 777 af öllum flugfélögum í heiminum og ég verð að fá svar við því
hvernig einhver getur brotist í gegnum kerfi vélarinnar. Það er eitthvað ekki rétt í þessu öllu saman og við verðum
að komast til botns í því", sagði Clark á árlegri ráðstefnu IATA sem fram fór í Doha.
Clark gagnrýndi m.a. hvernig staðið hefur verið að leitinni að vélinni og eru mjög mörgum spurningum enn ósvarað
og sé augljóst að a.m.k. þrjú kerfi um borð í vélinni voru gerð óvirk af mannavöldum.
"Það þarf mikla kunnáttu til að aftengja sum þessara kerfa og ekki einu sinni flugstjórarnir hjá Emirates vita hvernig
það er gert - einhver komst um borð í vélina og vissi nákvæmlega hvað ætti að gera", segir Clark.
Snýst ekki um að rekja og staðsetja flugvélar enn betur
"Við höfum ekki týnt farþegaþotu í 50 ár - við höfum alltaf vitað hvar þær eru. Hver sem það var, sem var svona snjall
að aftengja staðsetningarsenda vélarinnar, gæti leikið þennan leik aftur".
Clark segir að málið snúist ekki um að rekja farþegaþotur enn betur eins og umræðan hefur snúist um síðan að vélin
hvarf fyrir 3 mánuðum síðan - "Eina sem þarf að gera er að hleypa engum um borð sem ætlar sér að aftengja
ACARS-búnaðinn - málið dautt", segir Clark.
Clark segir að það skelfilegasta sem gæti gerst er ef flugheimurinn ákveður að halda áfram sínu striki og leyfa
þessu að verða stærstu óleystu ráðgáta veraldar - "Við verðum að finna þessa vél og ég vona að hún finnst og þeir finni
flugritann og hljóðritann".
"Ég vill fá að vita hvað var í fraktinni, hvað störfuðu allir farþegarnir við, hvert voru þeir að fara, hvers vegna voru þeir
að ferðast, hverjir komu með fraktina um borð, hver var sendandinn - Kannski er verið að gera eitthvað í þessu
en við erum ekki að heyra neitt um það - Þetta er ekkert gert opinbert þar sem allt er svo dulið og engin spil
sett upp á borðið nema stöku sinnum".
"Eins og ég sagði þá erum við með stærsta flotann af Boeing 777 og ég vil fá að vita hvernig hægt er að láta þessa
vél hverfa".


5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.