flugfréttir
Ekki einu sinni flugstjórar Emirates hafa kunnáttu til að láta Boeing 777 hverfa
- "Við erum með stærsta Boeing 777 flota heims og þess vegna verð ég að fá svör"

Tim Clark, forstjóri Emirates
Tim Clark, forstjóri Emirates segir að rannsóknin á hvarfi malasísku farþegaþotunnar sé mjög slök og sé ekki haldið rétt á spilunum varðandi leitina að vélinni.
"Við [Emirates] erum með stærsta flugflotann af Boeing 777 af öllum flugfélögum í heiminum og ég verð að fá svar við því
hvernig einhver getur brotist í gegnum kerfi vélarinnar. Það er eitthvað ekki rétt í þessu öllu saman og við verðum
að komast til botns í því", sagði Clark á árlegri ráðstefnu IATA sem fram fór í Doha.
Clark gagnrýndi m.a. hvernig staðið hefur verið að leitinni að vélinni og eru mjög mörgum spurningum enn ósvarað
og sé augljóst að a.m.k. þrjú kerfi um borð í vélinni voru gerð óvirk af mannavöldum.
"Það þarf mikla kunnáttu til að aftengja sum þessara kerfa og ekki einu sinni flugstjórarnir hjá Emirates vita hvernig
það er gert - einhver komst um borð í vélina og vissi nákvæmlega hvað ætti að gera", segir Clark.
Snýst ekki um að rekja og staðsetja flugvélar enn betur
"Við höfum ekki týnt farþegaþotu í 50 ár - við höfum alltaf vitað hvar þær eru. Hver sem það var, sem var svona snjall
að aftengja staðsetningarsenda vélarinnar, gæti leikið þennan leik aftur".
Clark segir að málið snúist ekki um að rekja farþegaþotur enn betur eins og umræðan hefur snúist um síðan að vélin
hvarf fyrir 3 mánuðum síðan - "Eina sem þarf að gera er að hleypa engum um borð sem ætlar sér að aftengja
ACARS-búnaðinn - málið dautt", segir Clark.
Clark segir að það skelfilegasta sem gæti gerst er ef flugheimurinn ákveður að halda áfram sínu striki og leyfa
þessu að verða stærstu óleystu ráðgáta veraldar - "Við verðum að finna þessa vél og ég vona að hún finnst og þeir finni
flugritann og hljóðritann".
"Ég vill fá að vita hvað var í fraktinni, hvað störfuðu allir farþegarnir við, hvert voru þeir að fara, hvers vegna voru þeir
að ferðast, hverjir komu með fraktina um borð, hver var sendandinn - Kannski er verið að gera eitthvað í þessu
en við erum ekki að heyra neitt um það - Þetta er ekkert gert opinbert þar sem allt er svo dulið og engin spil
sett upp á borðið nema stöku sinnum".
"Eins og ég sagði þá erum við með stærsta flotann af Boeing 777 og ég vil fá að vita hvernig hægt er að láta þessa
vél hverfa".


4. desember 2018
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi rannsaka nú annað atvik sem átti sér stað á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu þann 29. nóvember sl. er manneskja fannst látinn á flugbraut eftir að hafa orðið fyrir farþ

9. janúar 2019
|
Icelandair flaug í morgun beint frá Keflavíkurflugvelli til München í Þýskalandi með karlalandslið Íslands í handbolta.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.