flugfréttir
Hálft ár í dag frá því malasíska farþegaþotan hvarf

Boeing 777-200ER vél Malaysia Airlines
Hálft ár er í dag síðan að malasíska farþegaþotan, flug MH370, hvarf yfir Thailands-flóa á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking þann 8. mars í vor.
Um borð í vélinni voru 239 manns og þrátt fyrir eina dýrustu leit sem gerð hefur verið hefur
ekkert brak fundið né nein ummerki og hefur hvarfið verið ein stór hulin ráðgáta.

Yfir 30 fjölskyldumeðlimir og ættingjar þeirra sem voru um borð í
flugi MH370 komu saman í dag í Peking
Margir hafa talið það mjög furðuelgt að svona langur tími geti liðið án þess að vélin hafi fundist
og sumir furða sig á því hversu lítið hefur verið fjallað um hvarfið að undanförn m.a.v. hversu margar
fréttir voru birtar um flug MH370 á fyrstu vikunum í vor.
Ekkert vitað hvað varð af vélinni
Enginn veit hvað varð af vélinni og hafa m.a. verið kenningar um að henni hafi verið rænt og einnig
getgátur um að keðjuverkandi bilun hafi grandað henni, loftþrýstingur hafi fallið niður og
súrefnisskortur hafi látið alla missa meðvitund og einnig hefur verið talið að hún hafi óvart
verið skotin niður af herflugvél.
Aðstandendur þeirra sem voru um borð bíða enn eftir því að fá einhver svör og telja margir
að kínversk og malasísk stórnvöld hafi brugðist þeim.
Minningarathöfn fór fram í dag við Lama-hofið í Peking þar sem sex mánuðir eru frá því að vélin
hvarf þar sem 30 aðstandendur komu saman.
"Hver einast dagur er pynting en við þjáumst ennþá meira í dag", segir kona að nafni Zhang sem hefur
hafist við í Peking síðan að vélin hvarf en dóttir hennar var um borð í flugi MH370.
"Sex mánuðir og við erum ekkert nær sannleikanum og við erum bara í lausu lofti. Fullt af fólki
segir við mig "Það eru komnir sex mánuðir. Þú verður að komast yfir þetta og halda sínu striki", segir Jacquita Gonzales, eiginkona Patrick Gomes sem var um borð í vélinni.
Lota númer 2 í leitinni hefst eftir tvær vikur
Eina og sterkasta vísbendingin eru gögn frá Inmarsat-gervitunglinu sem tóku við þeim merkjum sem vélin sendi frá sér á klukkustunda fresti og út frá því hefur verið reiknað út að vélin flaug lengst suður í Suður-Indlandshaf eftir að hafa beygt af áætlaðri flugleið til Peking en fyrst flaug vélin af leið til vesturs út á Andaman-haf.
Áströlsk og malasísk stjórnvöld segjast vera staðráðin í að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að finna vélina og hafa yfirmenn hollenska rannsóknarfyrirtækisins, Fugro Survey, tekið fram að sé vélin á leitarsvæðinu að þá muni hún finnast er þeir hefja leitina núna í september sem gæti tekið heilt ár.
Þess má geta að frá 8. mars í vor hefur Alltumflug.is birt 213 fréttir um flug MH370 sem má skoða hérna


5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.