flugfréttir
Önnur lotan í leitinni að MH370 hófst í morgun

Á miðvikudag verða komnir 7 mánuðir frá því að flug MH370 hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking
Leitin af malasísku farþegaþotunni, flug MH370, sem hvarf þann 8. mars í vor, er hafin að nýju en leitin hófst formlega í morgun.
Leitarskipið GO Phoenix mætti í morgun á þann stað í Suður-Indlandshafi þar sem talið er að vélin hafi endað för sína
og brotlent í hafinu en um borð voru 239 manns en flugslysasérfræðingar telja að vélin hafi verið á sjálfstýringu
er hún fórst.
GO Phoenix mun nota háþróaðan sónarbúnað til að leita að vélinni en tvö hollensk skip, Fugro Discovery og Fugro Equator, munu slást í hópinn með GO Phoenix síðar í október.

GO Phoenix mætti á leitarsvæðið í morgun í um 1.800 km
fjarlægð vestur af ströndum Ástralíu
GO Phoenix mun láta sónarbúnað síga ofan í hafið og draga hann eftir 10 kílómetra langri taug en búnaðurinn er m.a. útbúinn
myndatökukerfi sem sendir myndskeið og upplýsingar upp í skipið auk þess sem skynjarar munu greina
ef þotueldsneyti er að finna í sjónum.
Leitarsvæðið, sem byrjað er að leita á, er yfir 50.000 ferkílómetrar á stærð eða sem samsvarar helmingi af flatarmáli Íslands
en á sjávarbotni eru neðansjávarfjallgarðar á hæð við svissnesku alpanna og þarf því að stilla hversu djúpt búnaðurinn
er dreginn hverju sinni.
Í sumar og í haust hefur farið fram kortlagning á hafsbotninum sem var undirbúningur fyrir leitina sem hófst í morgun en aldrei
áður hefur verið leitað með þeirri aðferð sem verður beitt núna í annarri lotunni.
"Áskorun", er ekki einu sinni orð sem lýsir þeirri erfiðu leit sem framundan er en það þýðir þó ekki að heppnin geti
ekki verið þeim hliðholl sem gæti orðið til þess að þeir nái að leysa eina dularfyllstu ráðgátu heimsins", segir Richard Westcott, sérfræðingur í fluginu.


5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.