flugfréttir
MH370: Kenning um að Rússar hafi rænt vélinni og flogið henni til Kazakhstan
- Jeff Wise segir að Rússar hefi þá þekkingu og reynslu sem til þarf

Nyrðri hringboginn sem var reiknaður út nær frá Taílandi til Kazakhstan á meðan syðri nær niður til Suður-Indlandshafs
Ný kenning hefur komið upp á yfirborðið varðandi flug MH370 þar sem talið er að hið dularfulla hvarf hafi verið þaulskipulagt flugrán á vegum Rússa sem hafi rænt vélinni til Kazakhstan.
Í frétt ibtimes.co.in er greint frá rithöfundinum bandaríska Jeff Wise, sem einnig er meðlimur í sjálfstæða rannsóknarhópnum Independent Group, sem segir
að kenningin um að vélinni hafi verið flogið til Kazakhstan sé ekki ný af nálinni og höfðu malasísk stjórnvöld
beðið yfirvöld í Kazakhstan um leyfi til að leita að vélinni í landinu skömmu eftir að hún hvarf.
Þegar Inmarsat tilkynnti að gervihnattarfyrirtækið hefði móttekið merki frá malasísku vélinni og leitin hófst í Suður-Indlandshafi beindist athyglin frá Kazakhstan og nyrðri hringboganum en stjórnvöld þar í landi svöruðu aldrei yfirvöldum í Malaysíu.
Wise segir að það eina sem Rússar hafa þurft að gera til að láta dæmið ganga upp væri að "falsa" upplýsingar
frá gervitungli til að beina athygli heimsins frá sínu ráðabruggi - "Ef þeir hefðu farið út í eins stjarnfræðilega flóknar leyniaðgerðir þá hafa Rússar gert slíkt áður og hafa reynsluna sem til þarf", segir Wise.

Rithöfundurinn Jeff Wise hefur lengi grunað að hvarf flugs
MH370 tengist flugráni
"Kazakhstan skortir þá tækniþekkingu sem til þarf til að skipuleggja hið fullkomna flugráð en það sama er ekki hægt
að segja um Rússa - Rússland er eina landið sem sker sig úr vestrænum löndum en býr samt yfir þeirri þekkingu og er
jafn framarlega í flugvélaiðnaðinum og Bandaríkin".
Wise segist hafa rætt um þessa kenningu sína við fjölmarga aðila, samstarfsmenn, vini og kunningja og allir
spyrja hann til baka "hver væri tilgangurinn?".
"Svarið er: "Ég veit það ekki" - en tilefnið skiptir ekki máli. Ef upplýsingarnar frá gervitunglinu er tilbúningur
og vélin fór ekki suður þá erum við að horfa á nyðri hringbogann sem þýðir að vélin hefði drifið til Kazakhstan", segir Wise sem telur að mestu líkurnar séu að vélinni hafi verið lent í borginni Baikonur.
Segir MH370 og MH17 tengjast viðskiptaþvingunum á Rússland
Wise segir að ef vélinni hafi verið flogið til Kazakhstan að þá beinist öll spjót að Kremlin og rússnesku ríkisstjórninni og segir hann Kazakhstana og Rússa mikla vini.
Wise tengir hvarf malasísku farþegaþotunnar við spennunna milli Úkraínumanna og Rússa á Krímskaga og segir að nokkrum vikum áður en vélin hvarf hafi Evrópa og Bandaríkjamenn hótað aðgerðum gagnvart Rússum í kjölfar innrásarinnar inn í Úkraínu.
Daginn áður en flug MH370, þann 6. mars, beitti Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, róttækum aðgerðum með því að skrifa undir viðskiptabann við Rússland.
Sergey Lavroy, utanríkissráðherra Rússlands, sagði að viðskiptabannið myndi koma í höfuðið á Bandaríkjunum eins og búmerang og daginn eftir, 7. mars, hvarf malasíska farþegaþotan.
Wise segir að það sama hafi endurtekið sig aftur þann 16. júlí þegar Barack Obama hafi undirritaði enn strangara viðskiptabann gagnvart Rússum. Í kjölfar þess hafði Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagt að þetta ætti eftir að verða dýrkeypt fyrir Bandaríkin en daginn eftir, þann 17. júlí, var farþegaþota frá Malaysia Airlines, flug MH17, af sömu gerð (Boeing 777) skotin niður í Úkraínu.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.