flugfréttir

Delta byrjar Íslandsflugið í sumar með “flat-bed” sætum

28. apríl 2015

|

Frétt skrifuð kl. 12:17

Boeing 757-200 vél Delta Air Lines á Keflavíkurflugvelli

Delta Air Lines byrjar sumaráætlun sína til Íslands með því að bjóða fyrst flugfélaga upp á fullkomna svefnaðstöðu um borð í svokölluðum ”flat-bed” sætum. Delta er einnig fyrsta flugfélagið sem býður upp á fyrsta farrými (First Class) í áætlunarflugi frá Íslandi.

Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá félaginu bandaríska en þetta er fimmta sumarið í röð sem Delta flýgur milli Íslands og New York (JFK) en Delta hefur jafnframt lengt ferðatímabilið um 6 vikur og verður fyrsta flugferðin laugardaginn 2. maí næstkomandi og verður flogið til loka september.

”Flat-bed” sæti á Business Class í vélum Delta

”Flat-bed” sætin verða í boði á Delta One viðskiptafarrými félagsins í ferðum hingað til lands í maí og september en sætin er hægt að leggja alveg niður og þá verður til 196 sentimetra langt rúm sem skilar ferðamanninum úthvíldum á áfangastað. Um er að ræða 16 ”flat-bed” sæti í Boeing 757-200 þotu Delta, sem rúmar alls 168 farþega.

Fljúga Boeing 757-300 til landsins yfir hásumarið

Yfir hásumarið verður Delta aftur á móti með 234 farþega Boeing 757-300 þotu í notkun og er þar um að ræða aukið sætaframboð frá því sem áður hefur verið. Um borð í þeirri þotu er fyrsta farrými (First Class) í stað viðskiptafarrýmis. Á fyrsta farrými er meðal annars boðið upp á fimm rétta máltíð og sérvalin vín, auk rúmra farangursheimilda.

Delta vinnur að því að setja flat-bed sæti um borð í allar flugvélar félagsins í alþjóðaflugi og það er okkur sérstök ánægja að geta boðið slík þægindi fyrst alla félaga í flugi frá Íslandi í sumar,” segir Perry Cantarutti, forstjóri Delta í Evrópu, Austurlöndum nær og Afríku.

Boeing 757-300 vél Delta Air Lines

”Við leggjum mikið upp úr því að bæta upplifun viðskiptavinarins og mikilvægur þáttur þess er að bjóða upp á frábær sæti og úrvals þjónustu um borð. Við vonum að íslenskir viðskiptavinir okkar njóti þess þegar þeir fljúga næst með okkur.”

Fjölgun bandarískra ferðamanna með tilkomu Delta

„Ferðamönnum frá Bandaríkjunum hefur fjölgað verulega undanfarin ár í takt við aukið framboð flugferða. Delta á þátt í þessari aukningu, þar sem flestir farþegar félagsins koma sem ferðamenn til landsins. Það er því fagnaðarefni fyrir ferðaþjónustuna að Delta hafi ákveðið að lengja ferðatímabilið með daglegu flugi frá því í byrjun maí til loka september.“, segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, lýsir yfir ánægju með þátt Delta í fjölgun ferðamanna hingað til lands.

Til viðbótar við viðskiptafarrými og fyrsta farrými býðst farþegum aukin þægindi í Delta Comfort+ en þar er aukið bil á milli sæta og hægt að halla sætisbökum 50% meira aftur en á almennu farrými.

Máltíðir eru innifaldar í fargjaldi á öllum farrýmum í áætlunarflugi Delta og minnst ein 23 kg ferðataska og handfarangur auk þess sem afþreyingarkerfi stendur öllum farþegum til boða á flugleiðinni.

Nánar um Delta Air Lines

Delta Air Lines flytur rúmlega 170 milljónir farþega árlega. Fjögur ár í röð hefur Delta verið efst á lista í árlegri könnun Business Travel News, fyrst allra flugfélaga. Delta er á lista FORTUNE yfir 50 dáðustu fyrirtæki Bandaríkjanna (Most Admired Companies) auk þess að vera valið dáðasta flugfélagið í fjórða sinn á fimm árum.

Delta og samstarfsfyrirtæki þess bjóða upp á eitt víðtækasta leiðakerfi heims, með 321 áfangastað í 58 löndum í sex heimsálfum.

Frá flugvellinum í Minneapolis

Höfuðstöðvar Delta eru í Atlanta í Bandaríkjunum. Starfsmenn eru 80.000 talsins, dreifðir um allan heim og hefur félagið um 700 flugvélar til umráða. Delta er einn af stofnendum SkyTeam, samstarfshóps flugfélaga. Delta býður flug yfir Atlantshafið í samstarfi við Air France-KLM og Alitalia. Nýlega stofnaði Delta til samstarfs við Virgin Atlantic.

Ásamt samstarfsfélögum sínum býður Delta daglega upp á 15.000 áætlunarferðir. Helstu miðstöðvar Delta eru í Amsterdam, Atlanta, Boston, Detroit, Los Angeles, Minneapolis/St.Paul, New York (LaGuardia og JFK), París (CDG), Salt Lake City, Seattle og Tokyo (Narita).







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga