flugfréttir
Myndband: 6 ára barn setti óvart sjúkraþyrlu í gang á flugsýningu

Spurning hvort að drengurinn eigi eftir að fara í þyrluflugið
Sex ára drengur náði með einhverjum hætti að starta sjúkraþyrlu á flugsýningu í Minnesota í Bandaríkjunum, sýningargestum til mikillar furðu.
Flugsýningin Minnesota Air Spectacular fór fram sl. helgi í bænum Mankato, rétt utan við Minneapolis, en meðal þeirra þyrlna sem var til sýnis var EC145 þyrlan frá Eurocopter.
Einn sýningargestur sem varð vitni að atburðinum segir að skyndilega hefðu spaðarnir farið af stað á fullu á þyrlunni sem var kyrrstæð í sýningarstæðinu en ekki voru nein áform um að ræsa þyrluna.
Í ljós kom að sex ára gamall drengur var undir stýri í stjórnklefanum en vindurinn frá spöðunum höfðu feykt um koll sýningartjaldi sem féll saman í látunum með þeim afleiðingum að tveir sýningargestir slösuðust.
Sjúkraþyrluflugmaður frá Mayo Clinic kom strax á vettfang og slökkti á þyrlunni en aðeins þarf að ýta á tvo takka til að setja þyrluna í gang.
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) eru komin í málið og munu rannsakað málið og verður þyrlan kyrrsett á meðan á rannsókn stendur.
Ekki fylgir fréttinni hvort að stráksi hafi verið skammaður en hann hefur þó náð að safna sér nokkrum mínútum upp í fyrsta þyrluflugtímann.
Myndband:


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.