flugfréttir

Hvaðan koma öll hljóðin sem heyrast um borð í flugvél?

- 10 algeng hljóð í flugvél sem flughræddir ættu að þekkja

26. september 2015

|

Frétt skrifuð kl. 08:28

Talið er að um einn af hverjum 5 farþegum séu haldnir flughræðslu og hljóðin í flugvélinni spila þar stórt inn í

Talið er að um 18 prósent fólks sé haldið flughræðslu af einhverju tagi en mjög persónubundið er hversu mikið flughræðsla nær tökum á hverjum og einum þótt flestir farþegar halda alveg ró sinni.

Meðal þess sem getur gert farþega hrædda eru öll þau hljóð sem heyra má í flugvélinni og sumir velta því fyrir sér hvort hljóðið sé eðlilegt eða hvort best sé að kalla í flugfreyjuna og segja henni frá hljóðinu.

Ýmiskonar hljóð kunna að vekja upp spurningar hjá farþega sem haldinn er flughræðslu og stundum getur allt umstangið verið of mikið þegar farþegar eru að koma sér fyrir.

Áhöfnin gengur fram og til baka, lykt af þotuelsneyti fyllir farrýmið, „boarding completed“ er sagt í kallkerfinu og út um gluggann má sjá síðustu ferðatöskurnar fara inn á færibandinu.

Fyrir flesta farþega er þetta allt hið minnsta mál en fyrir aðra getur þetta allt verið smá stressandi.

Hér kemur list í réttri röð yfir þau helstu hljóð sem heyrast um borð í flugvél og þau útskýrð bæði með myndum og hljóðbroti.

1. - Hljóðið inni í vélinni þegar þú ert nýkomin um borð?



Þegar þú kemur inn í flugvélina og flugfreyjan er búin að bjóða þig velkomin um borð þá muntu sennilega taka eftir hvínandi hljóði sem varir alveg þar til hreyflarnir eru settir í gang - Hljóðið kemur frá varaflsstöð sem kallast APU sem er staðsett aftast undir stéli vélarinnar en það kerfi sér um að veita vélinni rafmagn á meðan ekki er búið að ræsa hreyflanna en APU er tengt ofan í jörðina og sækir rafmagn frá flugvellinum áður en vélinni er ýtt frá hliði.

Þegar allir eru komnir um borð og öllum hurðum hefur verið lokað má stundum sjá hvar ljósin blikka um borð í vélinni en þá er búið að skipta yfir frá flugvallakerfinu yfir í kerfið í flugvélinni.

2. - Undirbúið að ýta vélinni frá landgangi

Ekki allir farþegar gefa því gaum en örstuttur hristingur kemur á vélina þegar hún er enn við flugstöðina en þá er starfsmaður flugvallarins að tengja beislið við dráttarbílinn sem ýtir vélinni frá hlaði. Flestar farþegaþotur geta ekki bakkað sjálfar frá flughlaði og þarf því að ýta þeim aftur á bak en nokkrar tegundir geta þó bakkað án aðstoðar með öfugum snúningi á hreyflunum.

3. - Hreyflarnir ræstir



Næst muntu sennilega heyra þegar hreyflarnir eru ræstir. Það er djúpt „urr“ sem heyrist undan vængnum sem hækkar jafnt og þétt og breytist eftir skamma stund í hefðbundið hreyflahljóð. Fyrir flesta flugáhugamenn er þetta fallegt hljóð í þeirra eyrum.

4. - „Hljóð eins og hundur sé að gelta undir gólfinu“



Ef þú heyrir hund gelta undir vélinni nokkrum sinnum meðan vélin er á leiðinni út á flugbraut þá er ekkert að óttast því “hundurinn“ bítur ekki - Þetta bendir til þess að þú ert að fljúga með Airbus A320 vél og geltið kemur frá kerfi sem nefnist PTU, eða “Power Transfer Unit“, sem er að koma jafnvægi milli hægra og vinstra vökvakerfisins í vélinni ef vélin er að aka eftir brautinni með afli frá aðeins einum hreyfli. - Þetta hljóð getur komið líka á flugi.

Hljóðið heyrist líka á Airbus A319 vélum, A321 og einhverjum Airbus A330 vélum. Þeir sem eru vanir því að fljúga mikið taka oft eftir þessu hljóði en flestir spá ekki það mikið í það.

5. - Hljóðið frá flöpsunum



Eftir að vélinni hefur verið ýtt frá hliði og áður en hún kemur að brautarendunum þá muntu heyra hljóð þegar flapsarnir eru settir niður í stöðu fyrir flugtak. Flapsarnir ganga niður úr vængnum til að auka lyftikraftinn fyrir flugtak en þó aðeins í litlu mæli og þó aldrei meira en 5 prósent á flestum farþegaþotum. Flapsarnir eru sýnilegir ef þú situr yfir væng og vel sjáanlegir fyrir þá sem sitja fyrir aftan væng.

Í aðfluginu rétt fyrir lendingu heyrist aftur í þeim og þá nokkrum sinnum en þá eru þeir notaðir til að hægja á vélinni og gera henni kleift að fljúga á mun lægri hraða með því að auka dragið.

6. - Hjólin fara upp

Ef þú situr fyrir miðri vél þá má oft finna og heyra þegar hjólin fara upp nokkrum sekúndum eftir flugtak. Þá kemur dynkur undir gólfið á og þá heyrist einnig þegar hlerarnir lokast en eftir þetta verður ögn hljóðlátara um borð hvað varðar aukahljóðin.

Hljóð í aðflugi og lendingu

Þegar flugvélin er komin að þeim stað þar sem lækkun hefst þá byrja flugmennirnir á því að draga ögn úr hraðanum með því að minnka aflið til hreyflanna - Þá breytist hljóðið í þeim þar sem það minnkar og vélin fer að vísa niður á við með nefið og oft má verða var við einhvern hristing. Þetta er tímapunkturinn þar sem maður á að setja á sig belti.

7. - Drunur frá lyftispilli („spoilers“)

Þegar flugvél er í aðflugi þá í sumum tilfellum geta komið miklar drunur þegar verið er að setja upp stjórnfleti frá vængjunum sem nefnast „spoilers“ eða lyftispillir á íslensku sem eru eins og nokkur spjöld sem rétt lyftast upp frá yfirborði vængsins til að hægja ennþá meira á vélinni en oftast varir þetta stutt við.

8. - Aftur hljóð frá flöpsum



Nú er komið að því að flugmennirnir vilja setja flapsana aftur niður og núna alveg í botn. Þetta er oftast gert í nokkrum skrefum sem fer aftir aðstæðum og veðri. Hægt er að sjá hvernig vængurinn breikkar og vísar niður á við að aftan undir það síðasta og sjá má rifu myndast sem aðskilur flapsana og vængflötinn sjálfan.

Núna hægist mikið á hraða vélinnar þar sem flapsarnir þrýsta af miklu afli og þjappa andrúmslofið og gera vélina stöðugri fyrir lendingu þótt vélin geti verið ennþá á um 350 kílómetra hraða en þú varst að koma niður úr farflugshæð þar sem vélin var á yfir 800 km/klst hraða mest allt flugið.

9. - Hjólin fara niður

Þegar aðeins örfáar mínútur eru í lendingu og sirka 15 kílómetrar eru í flugvöllinn þá gætir þú fundið högg undir gólfinu þegar hlerarnir opnast og hjólin fara niður en hljóðinu líkur með smella þegar hjólin læsast í útrétta stöðu.

10. - Lendingin

Hjólin fara ofan í brautina úr kyrrstöðu og yfir í það að snúast á 230 kílómetra hraða. Til að stoppa af meðalstóra farþegaþotu á slíkum hraða sem getur vegið yfir 100 tonn með öllum farþegum, farangri og frakt um borð, bremsa flugmennirnir vélina og setja upp lyftispillinn, „spoilerarnir“ sem koma upp úr báðum vængjunum og þá koma drunur er hreyflarnir opnast og setja á öfugan snúning („reverse thrust“).



Vélin er lent og öll hljóð héðan í frá ættu ekki að valda áhyggjum þar sem þú ert komin á áfangastað en hérna var aðeins farið yfir þau helstu hljóð sem heyra má frá vélinni. Það getur þó verið misjafnt hvaða hljóð má heyra eftir aðstæðum og eftir því hvaða flugvélategund á í hlut.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga