flugfréttir

Ný flugbraut í Keflavík yrði 02L/20R

- Svona er áætlað að Keflavíkurflugvöllur muni þróast til ársins 2040

14. október 2015

|

Frétt skrifuð kl. 09:06

Nýja flugbrautin yrði staðsett vestan við Leifsstöð og norður af 11/29

Til stendur að Keflavíkurflugvöllur muni fá nýja flugbraut sem verður þriðja flugbraut vallarins en þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri þróunaráætlun sem kynnt var í gær til næstu 25 ára.

Sérstök flugvallarborg („Airport City“) og stórt athafna- og þjónustusvæði fyrir fraktflug mun tengjast nýrri flugbraut sem mun koma til með að verða 20R/02L.

Isavia kynnti í gær viðamiklar breytingar sem verða gerðar á næstu árum á flugstöð Leifs Eiríkssonar og Keflavíkurflugvelli en þróunaráætlunin „Masterplan“ nær til ársins 2040.

Masterplan var fyrst kynnt í vor en síðan þá hefur víðtækt samráð átt sér stað við hagsmunaaðila vegna framkvæmdanna sem verða gerðar í nokkrum áföngum en umfang hvers áfanga fyrir sig ræðst af því hversu mikil farþegafjölgunin verður hverju sinni.

Umsvif Icelandair og Wow Air hafa aukist mikið sl. ár auk þess sem erlendum flugfélögum hefur fjölgað mikið sem kallar á fleiri flugvallarstæði en í dag er pláss fyrir 13 vélar við flugstöðina en samkvæmt þróunaráætluninni mun Keflavíkurflugvöllur koma til með að hafa stæði með brottfararhliðum fyrir 30 vélar árið 2040.

Ný flugstöð mun rísa til norðurs og tengjast Leifsstöð

Fyrirhugað er að byggja nýja flugstöð norðan við Leifsstöð sjálfa sem verður allt að tvöfalt stærri en núverandi flugstöðvarbygging og mun innritun og verslanir utan öryggissvæðis færast í hana og vopnaleit tengjast núverandi flugstöð sem verður innan öryggissvæðis. Nýja flugstöðin verður á þremur hæðum, komur og brottfarir innan Schengen á fyrstu hæð, komusalur utan Schengen á 2. hæð og á þeirri þriðju verður svæði fyrir komur og brottfarar utan Schengen.

Stæðum fjölgar úr 13 upp í 30

Í dag eru 13 hlið með landgangi á Keflavíkurflugvelli með fjarlægum stæðum fyrir fimm vélar en gert er ráð fyrir langri viðbyggingu með nýjum hliðum beggja megin við flugstöðina, til austurs og til vesturs, sem munu kom til með að hafa landganga fyrir 10 flugvélar til vesturs og ellefu vélar austanmegin. Þá verða landgangar við aðalranann fjarlægðir sem tengjast suðurbyggingunni við Schengen-svæðið.

Með því mun Keflavíkurflugvöllur geta haft flughlöð með landgangi fyrir 30 flugvélar árið 2040 en þá er talið að 13,8 milljónir farþega muni fara um flugvöllinn á ári sem jafngildir næstum íbúafjölda Los Angeles en í ár er talið að 4,5 milljón muni fara um völlinn.

Ný flugbraut

Nýja flugbrautin mun koma til með að verða staðsett vestur af flugstöðinni og mun hún hafa sömu stefnu og 02/20 brautin en með því væri hægt að láta vélar lenda samtímis á báðum brautunum.

Nýja brautin verður 02L/20R en ákveðið var að nota þessa stefnu þar sem 02/20 brautin er notuð í 65% tilfella þar sem norðan og sunnan átt er ríkjandi.

Nýja brautin verður 2.500 metrar á lengd en 02/20 brautin er 3.054 metrar en 2.500 metrar er talin hæfileg lengd fyrir flestar gerðir meðalstórra farþegaþotna en þær sem þyrftu lengri braut myndu lenda á 02/20.

Nýjar „taxi“-brautir

Einnig er gert ráð fyrir tveimur nýjum tengibrautum frá flugbrautunum tveimur sem stytta þá vegalengd sem flugvélar þurfa að aka eftir vellinum auk þess sem breytingar verða gerðar á akstursbrautum út af flugbraut.

Aflíðandi útafakstri verður lögð við miðja 29 brautina og einnig fyrir þær vélar sem lenda á braut 11 sem geta yfirgefið brautina aflíðandi.

Þá er gert ráð fyrir tveimur aksturbrautum fyrir vélar til að yfirgefa 02 og 20 með auðveldari hætti.

Núverandi flugturn myndi ekki henta þriðju flugbrautinni

Núverandi flugturn myndi ekki uppfylla reglugerðir ICAO með tilkomu nýrrar flugbrautar en til að tryggja að flugumferðarstjórar hafa yfirsýn yfir alla sex flugbrautarendanna, yfir flughlöðin og akstursbrautirnar þyrfti nýjan flugturn.

Þar sem Masterplan-áætlunin er gerð fyrir næstu 25 ár er talið að ný tækni á svæði fjarlægrar flugumferðarstjórnar verði þegar búin að ryðja sér til rúms og verði því ekki þörf á nýjum flugturni þar sem þegar er farið að prófa möguleika með sjálfvirkum flugturnum sem styðjast við skynjara og myndavélabúnað til að stjórna lendingum og flugtökum.

Flugvallarborg (Airport City)

Landsvæðisáætlunin tekur mið af svæðaskiptingunni fyrir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru en fyrir norðan nýju flugstöðina er gert ráð fyrir fjölda nýrra bílastæða auk þess sem stór hluti svæðisins mun verða nýttur fyrir samgöngur til og frá vellinum.

Vestur af bílastæðunum og aðkomunni að nýju flugstöðinni er gert ráð fyrir flugvallarhverfi sem myndi hýsa ýmiskonar starfsemi er tengist flugvellinum en m.a. er séð fram á að þar gætu risið ráðstefnusalir, hótel, skrifstofur fyrir starfsemi tengda flugvellinum, sýningarsali, þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn auk fjölda annarra fyrirtækja.

Framkvæmdir hefjast á næsta ári

Framkvæmdir munu hefjast í lok ársins 2016 og verður fyrsti áfanginn sá stærsti þar sem mikil þörf á stækkun hefur safnast upp vegna þeirrar aukningu sem hefur orðið á farþegum um Leifsstöð.

Ekki er gert ráð fyrir að íslenska ríkið þurfi að koma að fjármögnun framkvæmdanna þar sem möguleikar Isavia til fjármögnunnar eru mjög góðir en gert er ráð fyrir því að fyrsti hluti framkvæmdanna muni kosta kringum 70 til 90 milljarða króna.

Þróunaráætlunin var gerð af Isavia í samstarfi við norsku arkitektastofuna Nordicarch ásamt dönsku verkfræðistofunni Cowi A/S.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga