flugfréttir

MH370: Nýtt brak komið fram - Virðist tilheyra Boeing 777

14. mars 2016

|

Frétt skrifuð kl. 18:32

Liam Lotter fann brakið á strönd í Mozambique þann 27. desember 2015 en það er um meter á lengd

18 ára unglingur frá Suður-Afríku, Liam Lotter að nafni, hefur fundið mögulegt flugvélabrak sem gæti tilheyrt malasísku farþegaþotunni, flug MH370, en Lotter fann brakið á strönd í Mozambique nálægt bænum Xai Xai þann 27. desember sl.

Lotter ákvað að taka það mér sér á dvalarstað fjölskyldunnar en í framhaldi af því tók hann það með sér heim til Suður-Afríku.

Samkvæmt upplýsingum úr viðhaldsbók Boeing kemur fram að númerið 676 tilheyri klæðningu sem nefnist „flap drive canoe“ sem er utan um þann búnað sem stýrir flöpsum er nefnast „trailing edge flaps“.

Lotter hefur haft brakið heima hjá sér síðan þá og var hann hættur að hugsa út í næstu skref en er hann frétti af Bandaríkjamanninum, Blake Gibson, sem fann einnig brak á svipuðum slóðum í Mozambique fyrr í mánuðinum, kveikti hann á perunni að hluturinn sem hann fann gæti einnig tilheyrt flugi MH370.

Móðir hans, sem var nokkrum sinnum búin að ætla sér að fleygja brakinu í ruslið, sagðist hafa í seinustu viku sett sig í samband við yfirvöld í Ástralíu sem stjórna leitinni.

„Þeir voru mjög áhugasamir, vildu fá myndir af hlutnum og spurðu okkur marga spurninga varðandi hlutinn á borð við hvort hann væri þakinn hrúðurkörlum“, segir Móðir Lotter.

Brakið inniheldur verksmiðjunúmerið 676EB sem sagt er að tilheyri Boeing 777

„Hann hringdi aftur í fyrradag og sagði að samkvæmt þessu númeri þá bendir til að þetta tilheyri þotu af gerðinni Boeing 777. Hann sagði að það sé engin önnur Boeing 777 vél sem er saknað og var viss um að þetta tilheyri vélinni“, bætir hún við.

Kabul Ledwaba, talsmaður flugmálayfirvalda í Suður-Afríku, segir að verið sé að undirbúa að fá sérfræðinga til Wartburg í Suður-Afríku til að skoða brakið.

Brakið er það fjórða sem fundist hefur en aðeins er búið að staðfest að eitt brak tilheyri flugi MH370 en Gibson fann hluta af stélvæng af flugvél í Mozambique þann 2. mars og 7. mars fannst annað brak á Réunion-eyjunni sem er einnig grátt á litinn og með blárri rönd líkt og litir Malaysia Airlines.

Blake Gibson með brakið sem hann fann 2. mars og Liam Lotter með brakið sem hann fann milli jóla og nýárs 300 kílómetrum sunnar





Viðhaldsbók yfir Boeing 777 sýnir hlut nr 676 sem er klæðning utan um þann búnað sem stýrir flöpsunum („flap drive canoe“), og keyrir „trailing edge flaps“.



„Kanó“ undir væng af Boeing 777. Rauði hringurinn sýnir þann stað þar sem talið er að brakið tilheyri.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga