flugfréttir
Brak með Rolls-Royce merkinu finnst á strönd í Suður-Afríku

Brakið sem Neels Kruger fann í gær á strönd nálægt bænum Mossel Bay
Mjög líklegt þykir að brak sem fannst í gær á strönd á Suður-Afríku tilheyri malasísku farþegaþotunni en meira en helmingur braksins er þakinn merki Rolls-Royce hreyflaframleiðandans.
Á myndunum hér að neðan má bæði sjá merki Rolls-Royce á brakinu sem fannst, sem er um 70 cm á lengd, og merkið eins og það lítur
út á Boeing 777 vél Malaysia Airlines.
Samgönguráðherra Malasíu tilkynnti í dag að brak hefði fundist á strönd í Suður-Afríku og væri sennilega
um að ræða hlíf af hreyfli á farþegaþotu.
Það var íbúi á svæðinu sem fann brakið klukkan 13:30 að staðartíma í gær þar sem það lá í sandi á strönd
nálægt Klein Brak River við bæinn Mossel Bay sem er í um 330 kílómetra fjarlægð austur af Höfðaborg.

Malasíska farþegaþotan sem hvarf hafði Trent 800 hreyfla frá Rolls-Royce
Sá sem fann brakið í gær heitir Neels Kruger og er fornleifafræðingur sem var í göngutúr er hann kom auga
á einhvern hlut í sandinum.
„Sem fornleifafræðingur þá á maður það oft til að horfa niður fyrir sig til að vita hvort maður komi auga á eitthvað
sem fer framhjá flestum öðrum. Þegar ég snéri þessu við þá vissi ég strax að ég hefði fundið eitthvað merkilegt þegar ég kom auga á Rolls-Royce merkið“, segir Kruger í viðtali við Associated Press fréttastofuna.
Kruger tók myndir af brakinu og sendi vini sínum sem er flugstjóri sem sendi svo myndina áfram á aðra
samstarfsfélaga sína sem eru flugmenn sem allir eru sannfærðir um að brakið sé hluti af hreyflahlíf.

Rolls-Royce merkið á Trent 800 hreyfli á Boeing 777 vél Malaysia Airlines
Kruger hafði því næst samband við flugmálayfirvöld í Suður-Afríku sem létu yfirvöld í Malasíu vita sem munu
senda sérfræðinga og tæknilið til Suður-Afríku.
Malasíska farþegaþotan sem hvarf þann 8. mars árið 2014 var af gerðinni Boeing 777-200ER en
allar vélar Malaysia Airlines koma með Trent 800 hreyflum sem framleiddur er af Rolls-Royce.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.