flugfréttir

MH370: Sex eftirlíkingum af „flaperon“ af Boeing 777 verður sleppt í sjóinn

- Nýr kafli gæti hafist í leitinni að malasísku farþegaþotunni

19. ágúst 2016

|

Frétt skrifuð kl. 14:31

Næstum 2 og hálft ár er liðið frá því malasíska farþegaþotan hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking

Svo gæti farið að nýr kafli í leitinni að malasísku farþegaþotunni muni hefjast þrátt fyrir að búið sé að lýsa því yfir að hætt verði að leita að flugi MH370 ef vélin finnst ekki á því svæði þar sem leitin hefur staðið yfir.

Áströlsk yfirvöldu ætla að freista þess að sleppa nokkrum eftirlíkingum af „flaperon“ hlut af væng af Boeing 777 í sjóinn á nokkrum stöðum í Indlandshafinu sem er alveg eins í laginu og sá flaperon sem fannst á frönsku Réunion-eyjunni í júlí í fyrra.

Eftirlíkingarnar af flapsanum munu koma með staðsetningarnemum sem hægt verður að rekja með gervitunglum og sjá hvaða leiðir þeir berast með hafstraumum í Suður-Indlandshafi í von um að það muni varpa nýju ljósi á hvar malasísku farþegaþotuna er að finna.

Til stendur að sleppa sex eftirlíkingum af „flaperon“ í sjóinn þann 8. mars vorið 2017 þegar 3 ár verða liðinn frá því að MH370 hvarf en ef ákveðið verður að halda áfram að leita að flugi MH370 þarf að koma nýtt fjármagn inn í leitina en leitin hefur nú þegar kostað Ástralíu, Malasíu, og Kína um 18 milljarða króna og er um dýrustu flugvélaleit að ræða sem sögur fara að.

Peter Foley hjá ATSB við eftirlíkingarnar af „flaperon“ af Boeing 777 sem til stendur að sleppa í sjóinn í Suður-Indlandshafi þann 8. mars næsta vor

Eftirlíkingarnar sex verða sendar til Australia´s Commonwealth Scientific and Industrial Research Organization á eyjunni Tasmaníu, sem er staðsett skammt suður af Ástralíu, en þar munu vísindamenn reyna að komast að því hvort það hafi verið vindarnir eða hafstraumar sem létu „flaperon-inn“ berast þúsundir kílómetra vestur að eyjunni Réunion á 15 mánaða tímabili.

„Ef vélin er ekki á núverandi leitarsvæði þá þýðir það að hún er einhvers staðar annars staðar og sennilega mjög nálægt“, segir Greg Hood, yfirmaður hjá samgönguöryggisnefnd Ástralíu (ATSB).

Núverandi leitarsvæði, sem fer að klárast, er 120.000 ferkílómetrar að stærð en aðeins á eftir að leita á 10.000 ferkílómetra svæði en það gæti þó tekið lengri tíma þar sem mjög slæmt veður er á svæðinu á þessum árstíma og gæti restin af leitinni teygst fram í desember.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga