flugfréttir
MH370 gæti fundist á næstu 4 vikum
- Flugstjóri reiknaði út „réttu staðsetninguna“ og leitarskipin nálgast þann stað

Simon Hardy er stærðfræðingur og flugstjóri á Boeing 777
Miklar væntingar eru gerðar til þess að malasíska farþegaþotan sem hvarf þann 7. mars árið 2014, flug MH370, sé að fara koma í leitirnar á næstu fjórum vikum.
Samgönguöryggisnefnd Ástralíu (ATSB) segir að leitarskipið Fugro Discovery sé nú að nálgast þann stað sem nokkrir sérfræðingar hafa veðjað á að sé sú staðsetning þar sem flak vélarinnar liggur
á hafsbotni.
Flugsíðan Flightglobal hefur m.a. birt staðsetninguna sem er S39 22´46" og E087 6´20" sem var upphaflega
reiknuð af Simon Hardy sem er stærðfræðingur og flugstjóri og flýgur Boeing 777 vél, sömu tegundar og vél Malaysia Airlines sem leitað hefur verið af í 20 mánuði.
Ekkert brak hefur fundist sem tilheyrir vélinni fyrir utan flaperon sem rak upp á land við strendur Reunion-eyjunnar
í Suður-Indlandshafi sem staðfest hefur verið að tilheyri malasísku farþegaþotunni.

Sú staðsetning þar sem Simon Hardy telur að flug MH370 sé
að finna
Hardy flugstjóri segist vera mjög spenntur fyrir framhaldinu og hvað muni gerast á næstu vikum þar sem hann hefur varið
miklum tíma í að reikna út mögulega flugleið vélarinnar út frá ýmsum tæknilegum þáttum er varða Boeing 777 vélina, heildarþyngd vélarinnar m.a.v. fjölda farþega og þyngd á frakt og magn þess eldsneytis sem var á vélinni auk veðurfars.
Enginn hefur enn gagnrýnt útreikninga Hardy
„Það magnaða við útreikninga Hardy er að af öllum þeim kenningum og vísbendingum sem hafa sprottið upp varðandi leitina að MH370 þá hefur engin skotið útreikningana hans í kaf þótt búið sé að birta greinar um hann og staðsetninguna í þúsundum fjölmiðla“, segir David Learmount hjá Flightglobal.
Talið er að skipið Fugro Discovery muni ljúka við að leita á því svæði sem Hardy telur að vélina sé að finna
samkvæmt sínum útreikningum þann 3. desember og ætti því að koma í ljós á næstu vikum hvort að flugstjórinn
hafi rétt fyrir sér.
Hardy, sem er flugstjóri hjá stóru flugfélagi, segir að samúð hans með ættingjum og aðstandendum, varð til þess að hann settist niður og gerði sjálfur sína eigin útreikninga á því hvar vélin gæti hafa brotlent en hann segir að eins og margir aðrir flugmenn hafi hann tekið hvarf vélarinnar nærri sér.
Alltumflug.is greindi frá útreikningum Simon Hardy á aðfangadag í fyrra og má lesa þá frétt hér að neðan.
Flugstjóri á Boeing 777 hefur reiknað út hvar malasíska þotan fór í sjóinn


16. janúar 2019
|
Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

16. janúar 2019
|
Airbus hefur tekið fyrstu skóflustunguna að nýrri flugvélaverksmiðju fyrir Airbus A220 þotuna sem verður framleidd í Mobile í Alabama í Bandaríkjunum en Airbus hefur nú þegar eina samsetningarverksmi

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.